22/12/2024

Fjölgun heimsókna á strandir.saudfjarsetur.is

Heimsóknum á vefinn strandir.saudfjarsetur.is hefur fjölgað nokkuð upp á síðkastið og var febrúar metmánuður. 1.330 gestir heimsóttu þá vefinn að meðaltali á degi hverjum, en alls fékk vefurinn 37.260 heimsóknir í mánuðinum. Hver gestur flettir vefnum að meðaltali 8-9 sinnum í hverri heimsókn að meðaltali. Flestar heimsóknir á einum degi voru 2.183, en sjá má af talningunni að margir notendur vefjarins skoða hann daglega eða því sem næst. Ritstjórn vefjarins er að vonum ánægð með þessa miklu notkun.