22/12/2024

Fjöldi viðburða í Skelinni

Fjöldi viðburða hefur verið síðustu vikur í tengslum við starfsemi Skelarinnar – lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu á Ströndum. Í síðustu viku var til dæmis fyrirlestur Ingólfs V. Gíslasonar sem var haldinn á fimmtudag, þar sem hann ræddi um stöðu feðra í íslensku samfélagi. Um helgina var síðan kvikmyndataka í Bragganum á Hólmavík þar sem tekin voru upp atriði í dansstuttmyndina Water is dress, með dyggri aðstoð fjölda Strandamanna sem mættu á svæðið og léku í hópatriðum. Framundan er svo Húmorsþing Þjóðfræðistofu um næstu helgi.

Frá tökum á Water is dress – Ljósm. Jón Jónsson