Fjöldi Strandamanna er nú á Unglingalandsmóti á Egilsstöðum, en alls eru 29 keppendur skráðir til leiks frá Héraðssambandi Strandamanna. Að venju er samvinna við Vestur-Húnvetninga um keppni í liðsíþróttum og sameiginlegar tjaldbúðir og samkomutjald, en 25 eru skráðir til leiks frá USVH. Mjög góður árangur náðist á fyrsta degi. Hadda Borg Björnsdóttir sigraði í hástökki í flokki 18 ára, Harpa Óskarsdóttir sigraði í spjótkasti í flokki 13 ára og Jamison Ólafur Johnson varð þriðji í spjótkasti 12 ára. Finna má nánari upplýsingar og myndir frá mótinu á vef Héraðssambandsins – www.123.is/hss.