30/10/2024

Fjögur útköll sama kvöldið

Það er stundum í mörgu að snúast hjá Björgnarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík, en síðastliðinn föstudag voru þó útköllin óvenjulega mörg. Um kl 19:30 kom útkall um fastan bíl á Þoskafjarðarheiði sem er lokuð og fóru tveir björgunarsveitarmenn á bíl Dagrenningar að draga hann upp. Sá ökumaður var kominn stutt á fólksbílnum sínum, en þegar átti að fara snúa við var tilkynnt um annan fastan bíl sem var kominn aðeins lengra á heiðina. Þar var lítill jeppi á ferð og var hann dreginn upp og snúið við.

Eftir það héldu björgunarmenn heim og tóku olíu, en fengu þá beiðni frá lögreglu um að hjálpa þriðja bílnum sem var fastur á heiðinni. Var hann nýlega kominn upp á heiðina að sunnanverðu og var þung færð yfir heiðina svo björgunarsveitarmenn fóru Arnkötludal til baka. Útkallinu lauk kl. 23:30 en 10 mín seinna var hringt aftur og þá var fjórði bílinn fastur á Þorskafjarðarheiðinni sunnanverðri. Þá var lögregla beðin að hafa samband við björgunarsveitina á Reykhjólum þar sem styttra væri í björgunarleiðangurinn fyrir þá.