23/12/2024

Fjalla-Eyvindur og Halla – frægustu útilegumenn Íslandssögunnar


Sunnudaginn 1. júlí klukkan 13:30 verður afhjúpað sagnaskilti um Fjalla-Eyvind og Höllu við Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík. Kjartan Ólafsson fræðimaður og fyrrverandi alþingismaður heldur að því loknu erindi um Fjalla-Eyvind og Höllu ásamt stuttri myndasýningu í Félagsheimilinu í Trékyllisvík. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Á meðfylgjandi mynd má sjá Kjartan á slóðum Fjalla-Eyvindar í Drangavíkurfjalli.