22/12/2024

Fiskvinnslan Drangur óskar eftir starfsfólki

Fiskvinnslan Drangur ehf á Drangsnesi hefur auglýst eftir starfsfólki til fiskvinnslu nú í vor og vantar nokkra starfsmenn. Að sögn Óskars Torfasonar er ætlunin að taka á móti grásleppu á vertíðinni í vor og slægja hana í landi með ákveðnum hætti sem er í takt við kröfur markaðarins. Þannig ætlar Drangur að bæta nýtinguna á aflanum sem kemur á land og um leið að búa sig undir næsta ár, en þá verður skylda að koma með alla grásleppu sem veiðist í land. Henni hefur að miklu leyti verið hent í sjóinn hingað til og hrognin hirt. Vinnan stendur til boða fram í seinni hluta maímánaðar og er húsnæði í boði á staðnum. Sími Óskars er 899-5568 og netfangið drangur@drangsnes.is.