22/12/2024

Fiskikvöld Lions fyrsta laugardag í nóvember

Það er sjaldan of brýnt fyrir þeim sem standa fyrir viðburðum og uppákomum að upplýsa um þá og kynna með góðum fyrirvara svo fólk geti tekið tillit til þeirra í skipulaginu. Þetta vefst þó ekki fyrir Lions á Hólmavík sem hefur sent okkur tilkynningu um að hið árlega sjávarréttahlaðborð Lions á Hólmavík verður haldin fyrsta laugardaginn í nóvember. Það er því um að gera að taka helgina frá og passa vel upp á að vera á réttum stað á réttum tíma til að missa ekki af þessari stórgóðu matarveislu þar sem margvíslegar kræsingar verða á boðstólum að venju.