27/12/2024

Félagsvist í kvöld og bingó á laugardag

Félagsvist verður haldin í Félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ í kvöld, fimmtudaginn 21. apríl 2011 kl. 20:00 (húsið opnar kl. 19:30). Aðgangseyrir er 700 kr. en það er Ungmennafélagið Stjarnan sem stendur fyrir spilakvöldinu. Á laugardaginn er síðan komið að hinu árlega páskabingói í Félagsheimilinu Tjarnarlundi og þá opnar húsið kl. 19: 30. Spjaldið kostar 500 kr. og frábærir vinningar eru í boði. Fyrir bingóinu standa nemendur í 8.-10. bekk Auðarskóla. Sjoppa verður opin og posi á staðnum. Allur ágóði rennur til nemendafélags Auðarskóla.