22/12/2024

Félagsvist á mánudaginn

Félagsvist í félagsheimiliLokakvöldið í þriggja kvölda félagsvist verður haldið í félagsheimilinu á Hólmavík næstkomandi mánudagskvöld, 2. apríl kl 20:00. Keppnin er haldin til fjáröflunar fyrir 8.-10. flokk í körfubolta hjá Geislanum vegna utanlandsferðar sem fyrirhuguð er í júní. Veitt eru verðlaun fyrir kvöldið og einnig fyrir samanlagðan stigafjölda öll kvöldin. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er 500 krónur.