22/12/2024

Félagsþjónusta Stranda og Reykhóla kynnt

Eins og kunnugt er tók sameiginleg Félagsþjónusta Stranda og Reykhóla til starfa um áramót og nær yfir fjögur sveitarfélög. Þjónustan er mikilvægur liður í áframhaldandi þróun og uppbyggingu á svæðinu. Félagsmálastjóri, Hildur Jakobína Gísladóttir, mun halda kynningu á Félagsþjónustunni í Félagsheimilinu á Hólmavík í dag, þriðjudaginn 26. apríl kl. 18:00, og eru allir íbúar hvattir til að mæta. Málaflokkar sem kynntir verða eru barnavernd, félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, heimaþjónusta, málefni aldraðra og málefni fatlaðra.

Eftir kynninguna gefst íbúum tækifæri á að koma á framfæri hugmyndum sínum, vangaveltum og spurningum. Kynning þessi verður haldin í öllum þeim fjórum sveitarfélögum sem hafa sameinast um Félagsþjónustuna en það eru Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Reykhólahreppur.