22/12/2024

Félag Árneshreppsbúa heldur aðalfund

Aðalfundur félags Árneshreppsbúa verður haldinn sunnudaginn 6. nóvember n.k. kl. 14:00 í Bræðraminni, Kiwanishúsinu, Engjateig 11, Reykjavík. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Að fundi loknum verður hefðbundið kaffihlaðborð félagsins þar sem fundargestir geta borðað af kræsingunum eins og þeir geta í sig látið gegn 1.500 kr. greiðslu. Einnig verður sýnt brot úr nýútgefinni kvikmynd eftir Pálma Guðmundson frá Bæ Fjallaferðir í Árneshreppi á Ströndum en myndin verður til sölu á fundinum og kostar 3.500 kr.