22/12/2024

Farfuglarnir koma

Skógarþrestir hafa verið að lenda í görðum á Ströndum síðustu daga og stórir hópar sáust í dag af slíkum gestum. Einnig heyrðist í stelk í dag við sunnanverðan Steingrímsfjörð í fyrsta skipti á þessu vori og grágæsirnar eru orðnar allmargar. Hettumáfur hefur sést á vappi. Bráðsprækar álftir sjást líka víða og langt er síðan tjaldurinn kom og sjálfsagt líður að því að hann fari að verpa.