30/10/2024

Fagur fagur fiskur í sjó

Líklega er þessi mikilúðlegi veiðimaður sem sést á meðfylgjandi mynd fullgóður með sig, en litlu verður Vöggur feginn var einhverntíman sagt. Að öllu gemsi slepptu þá heitir fiskurinn því fallega nafni Vogmær og var hún dauð og glitrandi í sjónum við Hellu í Steingrímsfirði. Vogmærin náðist með því að kasta  þríkrækju fram fyrir hana, þannig að segja má að hún hafi verið dregin á stöng. Vogmær hefur verið að finnast  af og til hér í Steingrímsfirði í sumar, líklega í mun meira magni en áður hefur verið. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is hefur þó ekki séð vogmær síðan 1975. Þessi var um 120 sm. að  lengd  og bakugginn að mestu farinn af en sporður og kviðuggi fagur rauðir enn. Vogmær getur orðið allt að 3 metrar á lengd.

Eftirfarandi lýsing er úr ferðabók Eggerts og Bjarna:

"Vogmerin er litfögur. Hún er svört fyrir framan augun og á milli þeirra, einnig ofan á höfði og hnakka. Stór kringlóttur, svartur blettur er fyrir ofan raufina og einnig fyrir ofan hryggjarliðina, og svo virðist sem fiskurinn sé svartur í gegn. Bakugginn, stirtlan og sporðurinn er allt hárautt á lit, en að öðru leyti er hún silfurgljáandi."

 bottom

frettamyndir/2008/580-vogmaer1.jpg

Guðbrandur Sverrisson og vogmærin – ljósm. frá GS