22/11/2024

Fagnámskeið í heilbrigðis- og félagsþjónustu

Fagnámskeiði númer 1 í heilbrigðis og félagsþjónustu hefst á Hólmavík á morgun þriðjudaginn 16. janúar. Kennari á námskeiðinu verður Björn E. Hafberg. Námið er samtals 61 kennslustund. Hver kennslustund er 40 mínútur. Námsmenn eiga ekki að vera fleiri en 18. Lesblindum og þeim sem stríða við lestrarerfiðleika áverður liðsinnt þegar þess er þörf. Námskeiðsgjaldið er krónur átta þúsund en námskeiðið er að mestu kostað af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Námið er metið til styttingar á námi í fram­haldsskóla. Námsskráin byggist á eftirfarandi námsþáttum:

Kynning – 1 klst

Persónuleg markmiðasetning – 8 klst
Starf af lífi og sál – 6 klst
Frumkvæði og framtakssemi – 6 klst
Vinnuumhverfið – 6 klst
Hreinlæti og snyrtimennska – 4 klst
Að efla sjálfstraust og sjálfsöryggi – 8 klst
Samtalstækni – 6 klst
Gagnrýni – að rýna til gagns eða finna að – 5 klst
Samskipti – 6 klst
Að auka bjartsýni og baráttuvilja – 4 klst
Mat á námi og námsleið – 1 klst
 
Samtals – 61 klst.
 
Allar frekari upplýsingar fást hjá Kristínu Einarsdóttur á Hólmavík. stina@holmavik.is