22/12/2024

Ernir bauð lægst

Í gær voru opnuð tilboð í fjórar flugleiðir sem eru ríkisstyrktar, þar á meðal á Vestfjarðarsvæðið, en Flugfélagið Ernir átti lægsta tilboð í flug á því svæði. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 131.976.000.- og var Flugfélagið Ernir með eina tilboðið sem var lægra en áætlun og munaði aðeins rúmlega 500 þúsund. Landsflug hefur sinnt áætlunarflugi á Gjögur og Bíldudal undanfarin ár. Frá þessu er greint á sudurland.is.

Vestfjarðasvæðið:

Flugfélagið Ernir – 131.427.293.-
Flugfélag Vestmannaeyja – 142.896.000.-
Landsflug – 188.677.944.-
Flugfélag Íslands – 204.672.000.-