13/09/2024

Bensínið lækkar á Hólmavík

Frá og með 5. júlí síðastliðnum hefur bensínverð í sjálfsafgreiðslustöð Essó við Söluskála Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík verið 4 krónum lægra á bensínlítra, en skráð verð með fullri þjónustu er hjá Olíufélaginu ehf. Þar með er bensínverðið á Hólmavík orðið það sama og á mörgum sjálfsafgreiðslustöðvum víða um land og í nágrenninu, t.d. á Brú í Hrútafirði.