22/12/2024

Erindi um uppbyggingu sjálfsmyndar

580-ibuafundur1

Fræðsluerindi fyrir aðstandendur barna um uppbyggingu sterkrar sjálfsmyndar hjá börnum á leikskóla- og grunnskólastigi verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík föstudaginn 21. ágúst klukkan 16:00. Anna Sigríður Jökulsdóttir sálfræðingur hjá Sálfræðisetrinu og einn aðstandenda vefsíðunnar sjalfsmynd.com flytur erindi fyrir foreldra. Hún fjallar um hvað einkennir sterka sjálfsmynd, hverjir séu grundvallarþættir sjálfsmyndar og hvernig megi hafa áhrif á þá þætti. Einnig hvernig vinna má að því að börnin okkar virki vel í leik og starfi, líði vel í eigin skinni og meti sig og aðra í sanngjörnu ljósi. Sjálfsmynd er veigamikill þáttur í andlegri líðan og hefur áhrif á hvernig við hugsum, tölum og hegðum okkur. Sterk sjálfsmynd er eitt besta veganesti sem við getum gefið börnunum okkar út í lífið. Námskeið fyrir starfsfólk leik- og grunnskólana á Hólmavík, Finnbogastöðum, Drangsnesi og Reykhólum er fyrr um daginn.