26/12/2024

Erfiðleikar við gerð fjárhagsáætlunar

Nýja hverfið á HólmavíkÁ fundi hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps þann 7. desember síðastliðinn var lögð fram skýrsla sveitarstjóra um ýmis mál sem verið hafa til umfjöllunar. Þar er m.a. upplýst að fjárhagsáætlun fyrir 2005 liggi ekki fyrir og segir í fundargerðinni að það sé "vegna óvissu um útgjöld og hvort rekstur stendur undir sér m.a. vegna kjarasamninga kennara."


Einnig kom fram að gagntilboð hreppsins við sölu á Austurtúni 10 hefur verið samþykkt og sú íbúð er því seld.