30/10/2024

Enn koma jakar

Fréttir og fregnir af ísjökum á ferðalagi við Strandir hafa verið tíðar nú í vetur og vor. Jakarnir hafa verið afar mismunandi að stærð og gerð en þeir sem Árni Þór Baldursson, fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is, tók myndir af nú á dögunum við Bjarnarneshöfða og Eyjar eru óneitanlega af stærri gerðinni. Þann 5. maí voru þessir jötnar við Eyjar á Bölum í Kaldrananeshreppi, en hinar myndirnar af þeim eru teknar við Bjarnarneshöfða. Það er ekki laust við að smá kulldahrolli slái að mönnum við að sjá þessi ferlíki reka inn fjörðinn og koma með kuldann eins og Morrinn gerði í Múmínálfabókunum. Þó er það viss huggun að Morrinn staldraði yfirleitt ekki lengi við og það gera jakarnir stóru væntanlega ekki heldur.

Ljósm. – Árni Þór Baldursson.