22/11/2024

Enginn högni í Árneshreppi

Fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is heldur áfram að fylgast með starfi nemendanna í
Finnbogastaðaskóla í Trékyllisvík á Ströndum. Nemendurnir gerðu nýverið rannsókn á
hundatali í sveitinni og er hluti af námi í samfélagsfræði og var fjallað um hér
á vefnum. Núna hafa nemendurnir unnið ítarlega rannsókn á kisum í hreppnum og
högum þeirra. Í ljós kom að aðeins fjórir kettir eru í sveitinni og allir læður.
Nemendunum finnst það svolítið áhyggjuefni að enginn högni sé í sveitinni því á
meðan sé ekki líklegt að kettlingar líti þar dagsins ljós á næstunni.

Fressleysið í Árneshreppi leiðir óneitanlega hugann að miklum ævintýrum og þrekraunum högnans Krúsilíusar sem dvaldi í Árneshreppi fyrir nokkrum árum og birt var frásögn um hér á strandir.saudfjarsetur.is.

Heimasíða Finnbogastaðaskóla er á slóðinni www.strandastelpur.blog.is


Nemendur Finnbogastaðaskóla
Nemendurnir notuðu símann til að gera könnunina. Ásta Þorbörg og Vilborg Guðbjörg.
Ljósm.: Finnbogastaðaskóli
www.strandastelpur.blog.is