22/11/2024

Engin hola á Hafnarbrautinni

Eftir langa bið hefur nú verið fyllt í holurnar í götunni á Hafnarbrautinni á Hólmavík, en þær voru á góðri leið með að verða eitt af helstu einkennum þorpsins og hluti af ímynd þess. Holurnar urðu fréttaefni hér á vefnum í vor þegar lítil gul önd var nærri drukknuð í einni holunni og eins urðu þær nýverið umræðuefni á spjalltorginu og þar kom fram í máli Ásdísar Leifsdóttur sveitarstjóra að viðgerðin hafi verið á verksviði Vegagerðarinnar og að sveitarstjórn hafi kallað eftir viðgerðinni í tæp þrjú ár og sent nokkur bréf til að þrýsta á framkvæmdirnar.

Langþráðar framkvæmdir – Ljósm. Ásdís Jónsdóttir