Hann Emil í Kattholti er kominn á Hvammstanga og með öll sín skammarstrik í farteskinu. Öll fjölskyldan úr Kattholti fylgir Emil á staðinn og ætlunin er að taka á móti leikhúsgestum næstu vikur. Frumsýning Leikflokksins á Hvammstanga á Emil í Kattholti verður næstkomandi föstudag kl. 20:00 í Félagsheimili Hvammstanga, en leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Sýningin er afar lifandi og skemmtileg og í henni er mikið sungið – frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Þrettán leikarar taka þátt í sýningunni og að henni kemur einnig fjöldi manns sem starfar bak við tjöldin.
Sýningarplanið er eftirfarandi:
Frumsýning – föstudaginn 2. mars kl. 20:00
2. sýning sunnudag 4. mars kl. 16:00
3. sýning miðvikudag 7. mars kl. 20:00
4. sýning laugardag 10. mars kl. 16:00
Miðaverð er kr. 1.800.- og hægt er að panta miða í síma 868-9448 (Jóna Magga).
Leikstjórinn Ingrid Jónsdóttir bregður á leik.
Emil sjálfur
Lína vinnukona
Súpuskálin föst á hausnum á Emil – eitt frægasta skammarstriks Emils
Leikhópurinn í lokaatriðinu – Ljósm. Leikflokkurinn Hvammstanga.