22/12/2024

Félag eldri borgara í Strandasýslu heldur aðalfund

Aðalfundur Félags eldri borgara í Strandasýslu verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 14.00 miðvikudaginn 3. maí. Venjuleg aðalfundarstörf eru á dagskránni og nýir félagar boðnir velkomnir. Allir sem orðnir eru 60 ára eða eldri geta tekið þátt í þessum skemmtilega félagsskap og hvetur vefurinn strandir.saudfjarsetur.is þá sem náð hafa tilskyldum aldri að taka þátt. Maður er manns gaman og félagið stendur m.a. fyrir margvíslegum uppákomum og hittingi, íþróttastarfi og stórskemmtilegum ferðalögum. Nýverið var opnuð Facebooksíða félagsins og er meðfylgjandi mynd nappað þaðan.