04/05/2024

Eldfjall á Hólmavík

Íslenska kvikmyndin Eldfjall verður sýnd í Hólmavíkurbíói í Bragganum fimmtudaginn 15. mars kl. 21:00. Myndin er gerð af leikstjórnanum Rúnari Rúnarssyni og er fyrsta mynd hans í fullri lengd. Eldfjall var valin sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2012 og er fyrsta íslenska myndin til að keppa um aðalverðlaunin á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Myndin hefur fengið góða dóma bæði hér og erlendis og hlaut á dögunum tvenn verðlaun á nýafstaðinni kvikmyndahátíð í Reykjavík og fjölda Edduverðlauna.

Kvikmyndin fjallar um Hannes, 67 ára gamlan mann sem er að komast á eftirlaunaaldur. Hann er karlmaður af gamla skólanum, einangraður frá fjölskyldunni og heimilinu og þarf nú að takast á við nýtt hlutverk í lífinu. Eldfjall er þroskasaga manns sem þarf að horfast í augu við val fortíðarinnar og erfiðleika nútímans til að eiga möguleika á framtíð. Með aðalhlutverk fara Theódór Júlíusson, Margrét Helga Jóhansdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Þorsteinn Bachmann.

Stuttmyndir Rúnars Rúnarssonar, Síðasti bærinn, Smáfuglar, og Anna hafa fengið yfir 100 alþjóðleg kvikmyndaverðlaun. Síðasti bærinn var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006, ein íslenskra stuttmynda.