Nú laust fyrir 8:00 er 1 stigs hiti við Steingrímsfjörð á Ströndum og töluverð úrkoma. Nokkuð hvasst er, 16 m/s á Ennishálsi og 17 m/s á Steingrímsfjarðarheiði kl. 7:40. Spáin gerir ráð fyrir suðvestan 13-18 m/s, en allt að 23 m/s í vindstrengjum kringum hádegi og slyddu eða rigningu. Norðvestan 13-18 m/s og éljum er spáð síðdegis, en talsvert hægari í kvöld. Hiti verður 0-5 stig, en 0-5 stiga frost í kvöld. Þar sem rignir á svellin á vegunum og hvasst er eins og nú, má með sanni segja að sé lítið ferðaveður á Ströndum.
Tengla á nýjustu upplýsingar má finna hér.