13/10/2024

Dúettar á Djúpavík – Svavar og Sjana í banastuði

Hin óviðjafnanlega söngkona Kristjana Stefánsdóttir og mjúkmennið alræmda Svavar Knútur leiða saman smáhesta sína í fyrsta skipti í langan tíma á Hótel Djúpavík og opna með því tónleikasumarið á 25 ára afmæli hótelsins. Staðurinn og tíminn eru sunnudagskvöldið 13. júní kl. 21. Alir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að leggja leið sína á Djúpavík og hlusta á góða og ljúfa tónlist. Það kostar 1.500.- inn, fyrir dásamlega kvöldstund í miðnætursólinni í paradís Strandamanna.