30/10/2024

Drengjakór íslenska lýðveldisins á Café Riis


Drengjakór íslenska lýðveldisins syngur í Café Riis laugardagskvöldið 9. nóvember kl. 21:00. Efnisskráin er létt og skemmtileg og aðgangur ókeypis. Kórinn verður einnig gestakór á tónleikum Kvennakórs Ísafjarðar og Kvennakórsins Norðurljósa í Hólmavíkurkirkju sama dag kl. 17:00. Drengjakór íslenska lýðveldisins er fjórfaldur kvartett sem stofnaður var á fjórða ársfjórðungi ársins 2008 og hefur þegar komið víða fram, s.s brúðkaupum, guðsþjónustum, jólahlaðborðum, árshátíðum, þorrablótum og víðar.

Kórinn hefur hlotið einróma lof fyrir létta framkomu og góðan söng enda er hópurinn skipaður reyndum söngmönnum sem allir hafa gaman af því að skemmta sér og öðrum með söng og sprelli.