22/12/2024

Dráttarvéladagur í Sævangi

Það verður mikið um dýrðir í Sauðfjársetrinu í Sævangi í dag, sunnudaginn 12. ágúst, en þá verður haldinn þar Dráttarvéladagur og töðugjöld. Skemmtunin hefst kl. 14:00 og aðalatriðið er keppni í ökuleikni á fornri Massey-Ferguson dráttarvél með kindavagn. Keppt verður í karla- og kvennaflokkum og keppendur þurfa að fara í gegnum skemmtilega braut með hliðum og keilum á sem stystum tíma og gera sem fæst mistök. Núverandi meistarar eru Svanhildur Jónsdóttir á Hólmavík og Sævar Óli Ólafsson á Háf í Þykkvabæ. Í kaffistofunni í Sævangi verður glæsilegt töðugjaldakaffihlaðborð á vægu verði, en það hefst einnig kl. 14:00. Ókeypis er inn á viðburðinn sem og á sýninguna Sauðfé í sögu þjóðar.

bottom

saudfjarsetur/580-drattarveladagur10.jpg