30/10/2024

Djúpavíkurdagar næstu helgi

Árlegir Djúpavíkurdagar verða haldnir í Djúpavík dagana 12.-14. ágúst n.k. og verða haldnir að þesu sinni af því tilefni að Hótel Djúpavík er 20 ára á þessu ári. Margt verður til gamans gert yfir helgina með góðri aðstöð Ólafíu Hrannar leikkonu og hljómsveitarinnar Hraun. Meðal nýjunga að þessu sinni verður Djúpvíkingurinn sem er þrautakeppni fyrir alla krakka sem vilja láta til sín taka. Í boði verða einnig gönguferðar um nágrennið og leiðsögn um síldarverksmiðjuna og kajakleiga. Kvöldverðahlaðborðið á laugardagskvöldið verður einkar glæsilegt í tilefni af 20 ára afmælinu, segir í tilkynningu frá staðarhöldurum. Dagskrá Djúpavíkurdaga er hægt að lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Föstudagurinn 12. ágúst 2005
 
Kl 21:00                Að venju síðustu ára byrjar helgin á kvöldkaffi í boði hótelsins.  Dagskráin hefst á því að Lolla og Stína flytja frumsamda, ljúfa músík fyrir gesti og gangandi. Aðgangur er ókeypis.
 
Laugardagurinn 13. ágúst 2005
 
Kl 14:00                Djúp”víkingurinn” er ný keppni sem haldin verður fyrir alla krakka sem vilja láta til sín taka. Þrautabraut og margt annað skemmtilegt. Nú sjáum við hvað í ykkur býr J. Mæting á hótelinu kl 14:00.   
 
Kl 15:30                Fyrir göngugarpana verður næst farin “Djúpavíkurhringurinn”. Æðisleg gönguleið með frábæru útsýni yfir fjöllin í sveitinni, Mæting fyrir utan hótelið kl 15:30.
 
Kl 19:00                Kvöldverðarhlaðborðið á hótelinu verður einstaklega glæsilegt að þessu sinni í tilefni af 20 ára afmæli hótelsins. Stuðboltarnir í hljómsveitinni Hraun spila skemmtilega tónlist fyrir matargesti. Eftir matinn halda þau svo áfram að spila tónlist í hressari kantinum á kvöldvöku. Verðið er 3500 fyrir fullorðna fyrir matinn og kvöldvöku en 2500 ef það er bara matur en hálft gjald fyrir börn 6 – 12 ára.
 
Kl 00:00                Kveikt verður í brennunni í fjöruborðinu eins og vanalega. Hraun fylgir með og spilar fjöruga “brennutónlist” fyrir fólkið á staðnum. Svo ræðst bara hvar partýið heldur áfram.
 
Sunnudagurinn 14. ágúst 2005
 
Kl 11:00                Farið verður í verksmiðjuna með leiðsögn og verður farið í gegnum ferlið sem síldin fór í gegnumverksmiðjuna. Ferðin kostar 500 kr fyrir 12 ára og eldri en ókeypis fyrir yngri börnin.                                    
 
Kl 14:00                Gómsætt kökuhlaðborð á hótelinu. Ólafía Hrönn fer með gamanmál og bindur endahnútinn á skemmtilega helgi.      
  
 Alla helgina eru frí tjaldstæði allsstaðar á svæðinu, með aðgang að salerni.
Einnig verður í boði kajakaleiga. Allar nánari upplýsingar eru í síma: 451- 4037.