30/10/2024

Dansiball með Sixties á Café Riis

Café RiisHljómsveitin Sixties heldur upp dansi á Café Riis eftir klukkan 23:00 í kvöld en innan tíðar mun veitingastaðurinn hefja sumaropnun sína sem hefst þann 1. júní. Í kvöld verða tveir stórir hópar í mat á Café Riis, annarsvegar hópur á vegum NORSE sem er alþjóðlegur hópur og vinnur að markaðssetningu og þróunarverkefnum á norðurslóðum og hinsvegar starfsfólk Hólmavíkurskóla og makar í hefðbundnu kennarapartýi.