08/10/2024

Dagur leikskólans á mánudag

Í tilefni af degi leikskólans mánudaginn 6. febrúar verður opið hús í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík þann dag frá kl. 9:00-12:00 og 14:00-16:00. Allir sem hafa áhuga á að koma og skoða leikskólann eru hjartanlega velkomnir í heimsókn. Í tilkynningu frá börnum og starfsfólki á Lækjarbrekku kemur fram að þau vonist til að sjá sem flesta mæta. Íbúar í Strandabyggð eru hvattir til að nýta sér þetta skemmtilega boð og kíkja í heimsókn á leikskólann næsta mánudag!