21/11/2024

Dagur leikskólans á Lækjarbrekku

Í dag var opið hús í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík, en tilefnið var að Dagur leikskólans var nú haldinn hátíðlegur í fimmta sinn. Sjötti febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu, því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskóla, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina.

Leikskóli

Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri afhendir Ingibjörgu Valgeirsdóttir sveitarstjóra plakat um Dag leikskólans

frettamyndir/2012/640-leiksk4.jpg

frettamyndir/2012/640-leiksk3.jpg

frettamyndir/2012/640-leiksk1.jpg

Börn og fullorðnir á Lækjarbrekku – Ljósm. Jón Jónsson