15/11/2024

Dagskrá Hörmungardaga í Strandabyggð 14.-16. febrúar

Seiður

Um komandi helgi verður haldin vetrarhátíð í Strandabyggð sem ber titilinn Hörmungardagar í Strandabyggð. Dagskráin liggur nú fyrir og er birt á vefnum og send heim til íbúa Strandabyggðar og nærsveita. Dagskráin er allfjölbreytt og margt spennandi, furðulegt og framandi á boðstólum. Einnig má nefna að unnin eru ýmis áhugaverð verkefni sem ekki eru beint hluti af dagskránni, t.d. á vegum grunnskóla Hólmavíkur sem hefur unnið því að kynna sér líf og aðstæður flóttamanna víða í heiminum og munu sviðsetja flóttamannabúðir í skólanum.  Í Leikskólanum Lækjarbrekku hefur verið ákveðið að styrkja barn í SOS barnaþorpi og munu börnin á leikskólanum sjálf safna fyrir styrknum.


Föstudagurinn 14. febrúar

12:00-13:30   Flóttamannabúðir í Grunnskólanum á Hólmavík

12:40-13:20   Ljótudans í Hnyðju – DJ Sal

13:30-14:00   Kvörtunarþjónusta sveitarfélagsins í Hnyðju – knús í boði.

14:00-16:00   Sýningin Allt á kafi! í Hnyðju. Aðgangur ókeypis. Þjóðfræðistofa safnar frásögnum.

19:00-22:00   Morðgáta og hátíðarkvöldverður á Sauðfjársetrinu. Takmarkað sætaframboð, pantanir s. 823-3324. Aðgangseyrir 6000 kr.

22:00               Sjálfsvorkunnarnámskeið og tónleikar með Svavari Knúti á Kaffi Galdri. Aðgangseyrir 1500 kr.

Laugardagurinn 15. febrúar

11:00-13:00   Brunch á Café Riis.

11:00-14:00   Sýningin Allt á kafi! í Hnyðju. Aðgangur ókeypis. Þjóðfræðistofa safnar frásögnum.

12:00-14:00   Opið á bókasafninu. Hörmulegar bækur og upplestur.

12:00-15:00   Ljóðagjörningur, ljótuljóðakeppni, internetspá, opið hús og vont kaffi á Kaffi Galdri.

14:00               Sorgarljóð í Hólmavíkurkirkju. Kennarar tónskólans standa fyrir tónleikum í samstarfi við nemendur úr unglingadeild og kirkjukórinn. Fjölbreytt tónlist frá hinum ýmsu tímabilum, m.a. verður leikið á selló, langspil, trompet, tölvur og flauelshorn auk söngs. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum í hljóðfærasjóð skólans.

16:00               Nöldurkaffi í boði Fýlustrumps í Félagsheimilinu. Danmerkursjóðurinn sér um veitingasölu.

16:40               Hinn hörmulegi og einkar tragíski leikspuni Leikfélags Hólmavíkur um ástarævintýri og sérstaklega sviplegan dauðdaga Rómeó og Júlíu. Félagsheimilinu, frítt inn.

17:00-20:00   For-heimsenda ljóðasýning á Kaffi Galdri. Frítt inn.

19:00               Eurovision hörmung á Café Riis. Frítt inn.
Pizzur, djúpsteiktar rækjur og Eurovision á tjaldi
Hörmungar pubquiz með Dagrúnu Ósk Jónsdóttur og Jóni Jónssyni
Hemúllinn
Júródiskó með DJ Adda

Sunnudagurinn 16. febrúar

12:00               Reiðilosunarratleikur fyrir alla fjölskylduna með Esther Ösp hefst í Hnyðju.

12:00-15:00   Opið á sýningunni Allt á kafi! í Hnyðju. Aðgangur ókeypis.

15:00               Sögustund á Sauðfjársetrinu á Sævangi. Jón Jónsson segir frá drengjunum í Kirkjubólsgili og fleiri sorgaratburðum á Ströndum. Kaffihlaðborð á 1500 kr. fyrir fullorðna og 800 kr. fyrir 6-12 ára börn.