22/11/2024

Dagskrá Hörmungardaga á Hólmavík

IMG_1007

Nú um helgina er hátíðin Hörmungardagar á Hólmavík haldin annan veturinn í röð og er það sveitarfélagið Strandabyggð sem stendur fyrir gleðskapnum. Hugmyndin er í og með að skapa ákveðið mótvægi við Hamingjudaga sem haldnir hafa verið á sumri hverju í áraraðir. Í fréttatilkynningu segir að veturinn sé mörgum erfiður, langur, kaldur, dýr og óútreiknanlegur. Á Hörmungardögum gefist tækifæri til að njóta þessara ömurlegheita og reyna að gera gott úr þeim. Dagskráin fyrir hátíðina er aðgengileg hér að neða, en meðfylgjandi mynd var tekin á tónleikum í Hólmavíkurkirkju á Hörmungardögum í fyrra.   

Til að létta fólki lundina á þessum erfiðu tímum stendur Félagsmiðstöðin Ozon fyrir knúskeppni, en allir vita að knús getur læknað flest allt og lætur öllum líða betur. Þátttakendur geta nálgast eyðublað á Facebook-síðu Hörmungardaga, í Kaupfélaginu á Hólmavík, pósthúsinu eða á skrifstofu Strandabyggðar. Knúskeppnin hefst miðvikudaginn 18. febrúar og stendur til mánudagsins 23. febrúar, en eyðublöðum með undirskriftum knúsaðra skal skila til tómstundafulltrúa Strandabyggðar þriðjudaginn 24. febrúar.

Föstudagur 20. febrúar

11:30 – 12:30
Opinn heimalærdómur í dreifnámi FNV, Hafnarbraut 19.

12:30 – 13:00
Danspartý í Hnyðju. Fallegum dansi og góðri tónlist ekki lofað.

13:00 – 14:00
Opið hús í Grunnskólanum á Hólmavík.

13:00 – 15:00
Menning og samfélag. Málþing um menningarmiðlun á Kaffi Galdri.

14:00
Kökubasar leikskólans Lækjarbrekku í KSH

18:00 – 20:00
Pizza á Café Riis

21:00
Hryllingsmyndabíó í ungmennahúsinu Fjósinu, Hafnarbraut 19. (16+)

21:00
Café Riis. Pub quiz og opinn bar fram eftir nóttu. (18+) 

Laugardagurinn 21. febrúar

11:00
Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur leiðir sniðgöngu. Gengið verður að ljótari stöðum Hólmavíkur og sagðar leiðinlegar sögur um óáhugaverð málefni. Lagt af stað frá bensíndælum N1 við gömlu sjoppuna. Frítt.

12:00 – 14:00
Brunch á Café Riis.

13:00 – 16:00
Opið hús í leikskólanum Lækjarbrekku. Bíósýning, leiksvæði, sala á skrani og listasmiðja. Kaffi og te í boði og popp og djús til sölu.

13:00 – 16:00
Harpa Ósk Lárusdóttir, vefarinn ungi frá Borðeyri, sýnir gaddavírskjól, vefnað og önnur verk í Hnyðju, Höfðagötu 3.

15:00
Kaffi Galdur. Kynning á Turtle filmfest og frumsýning á stiklu hátíðarinnar. Kaffi og með því til sölu og opinn hljóðnemi fyrir þá sem vilja létta á sér, nöldra, kvarta eða segja frá leyndarmáli.

20:00
Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir stórsýninguna Sweeney Todd: Morðóða rakarann við Hafnargötuna. Félagsheimilið á Hólmavík. Miðasala hjá Ester í síma 693-3474.

Sunnudagurinn 22. febrúar (konudagur)

12:00 – 14:00
Brunch á Café Riis.

13:00 – 16:00
Harpa Ósk Lárusdóttir, vefarinn ungi frá Borðeyri, sýnir gaddavírskjól, vefnað og önnur verk í Hnyðju, Höfðagötu 3.

14:00 – 16:30
Opið hús hjá Félagi eldri borgara í Flugstöðinni, spil, kaffi og spjall. Öll velkomin.

16:00
Sauðfjársetur á Ströndum. Kaffihlaðborð, 1.500 kr. fyrir fullorðna og 800 kr. fyrir 6-12 ára. Klukkan 16:00 flytur Jón Jónsson þjóðfræðingur erindi sem kallast „Hugleiðing um hörmungarlíf: Stutta-Sigga, Jóhann-beri og fleira fólk.“

20:00
Eyvindur Karlsson – One Bad Day. Hörmungarlög á Kaffi Galdri. Aðgangur ókeypis.

 

Fylgist vel með á www.facebook.com/hormungardagar og www.strandabyggd.is