30/10/2024

Dagatal af Ströndum

Krakkarnir í tveimur elstu bekkjum Grunnskólans á Hólmavík fara til Danmerkur annað hvert ár og er mikil vinna lögð í að fjármagna þessar ferðir. Nú hafa tilvonandi Danmerkurfarar, krakkarnir í 8. og 9. bekk gefið út glæsilegt dagatal fyrir árið 2006 með myndum af Ströndum sem þau selja til að fjármagna ferðina. Ingimundur Pálsson, Vilhjálmur Sigurðsson og Ásta Þórisdóttir sem öll eiga börn í þessum bekkjum hafa haldið utan um verkefnið ásamt krökkunum og eiga heiður skilinn fyrir stórgóða vinnu. Kostar eintakið kr. 1.500.- og er gengið í hús og dagatalið selt. Það fæst einnig á jólamarkaði Strandakúnstar og loks er hægt að panta það í netföngum jvs@snerpa.is og mundipal@holmavik.is. Tilvalin jóla- og áramótagjöf fyrir alla Strandamenn, heima og heiman.