22/12/2024

Daðrað við Shakespear á Hólmavík

dadrad1

Kómedíuleikhúsið heimsótti Hólmavíkinga á sunnudagskvöld og sýndi stykkið Daðrað við Shakespear á Café Riis við góðar undirtektir. Þar er fjallað um skáldið góða William Shakespeare sem samdi allmörg snilldarstykki áður en hann lést fyrir 400 árum, 52 ára gamall. Réttara sagt voru leikritin hans þá orðin 37 og innihélt Daðrið margvíslegan fróðleik um líf og störf Shakespears og senur úr Ótelló, Rómeó og Júlíu, Makbeð og Hamlet. Leikarar eru þau Elfar Logi Hannesson og Anna Sigríður Ólafsdóttir.