22/12/2024

Café Riis skiptir aftur um eigendur

Fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur heimildir fyrir því að hinn stórglæsilegi veitingastaður Café Riis á Hólmavík hafi aftur skipt um eigendur. Kaupandi nú er Brynleifur Siglaugsson og er hann væntanlegur norður á Strandir um helgina. Nýr eigandi hyggst reka húsið sjálfur í sumar, en hann hefur reynslu af rekstri gististaðar. Ýmisleg nýbreytni er á döfinni á Café Riis í sumar sem við getum vonandi flutt fréttir af fljótlega.