22/12/2024

Café Riis opnar á mánudaginn


Veitingastaðurinn Café Riis á Hólmavík opnar næstkomandi mánudag, þann 11. júní, en sumaropnun hefur frestast af óviðráðanlegum orsökum þetta árið. Opnunartíminn í sumar verður frá 11:30-22:00 sunnudaga til fimmtudaga, en frá 11:30-03:00 föstudaga og laugardaga. Eldhúsið verður opið frá 11:30-21:00 alla daga.