23/12/2024

Byrjað að huga að þorrablótunum

ÞorramaturMatarveislur um jól og áramót eru nú flestar afstaðnar og því ekki seinna vænna en að fara að huga að næstu veislumáltíðum. Seint í janúar byrjar þorrinn og líklega eru margir búnir að leggja slátrið, pungana og bringukollana í súr og undirbúa sig fyrir þorrablótin. Ákveðið hefur verið að þorrablótið á Drangsnesi verði 2. febrúar næstkomandi, en fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is hefur ekki enn haft fregnir af öðrum blótum.