22/12/2024

Byggingar í Bjarnarfirði

150-sumarhus_goddalÍ myndasafn strandir.saudfjarsetur.is er komin ný myndaröð af byggingum í Strandasýslu. Nú eru teknar fyrir byggingar í Bjarnarfirði allt úr ystu skotum Goðdals, þar sem samkvæmt fornum sögnum hafast við tröll og forynjur árið um kring, og að Reykjarvík við norðanverðan Bjarnarfjörð og Kaldrananesi að sunnan. Ljósmyndirnar úr Goðdal eru frá því í byrjun febrúar en myndirnar úr Sunnudal frá því í september s.l. Aðrar myndir voru teknar síðastliðinn sunnudag í miklu blíðskaparveðri sem lék Strandamenn.

Vitað er af einni byggingu sem vantar mynd af, sumarhús Ölvers og Sunnu í Sunndal. Tengil inn á myndasafnið er að finna hér.