22/12/2024

Byggðarmerki fyrir Bæjarhrepp og Strandabyggð

Þessar vikurnar standa tvö sveitarfélög á Ströndum fyrir samkeppni um byggðarmerki fyrir sveitarfélögin og rennur skilafrestur út seint í septembermánuði. Annars vegar er það Bæjarhreppur sem stendur fyrir samkeppni um byggðarmerki (sjá nánar hér) og er skilafrestur til 30. september. Í verðlaun eru 100 þúsund fyrir það merki sem valið verður. Hins vegar er það nýja sveitarfélagið Strandabyggð sem stendur fyrir samkeppni um byggðarmerki og er skilafrestur til 29. sept. kl. 15:00. Segir í kynningu frá Strandabyggð (sjá nánar hér) að vegleg verðlaun séu í boði fyrir það merki sem best þyki.