Hólmavíkurhreppur hefur auglýst til úthlutunar byggðakvóta hreppsins fyrir fiskveiðiárið 2005-6. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, þann 13. desember, sem mun vera næsti þriðjudagur. Umsóknum á að skila á skrifstofu hreppsins, ásamt fylgiblöðum og vottorðum sem þarf og kynnt eru í auglýsingunni sem nálgast má undir þessum tengli. Úthlutað verður til báta sem eiga heimahöfn á Hólmavík, landa aflanum í heimabyggð, eigendur búa í hreppnum og hafa atvinnu af fiskveiðum síðasta fiskveiðiár. Ekki er úthlutað til þeirra sem hafa leigt eða selt frá sér kvóta síðasta fiskveiðiár eða landað utan heimahafnar. Allir sem uppfylla skilyrði fá jafnan hlut af kvótanum.