26/12/2024

Byggðakvóta úthlutað

Sjávarútvegsráðu-neytið hefur nú úthlutað byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2005-6, samtals 4010 þorskígildislestum. Til sveitarfélaga á Ströndum kom að venju hluti þessa kvóta. Hólmavíkurhreppur fékk langmest eða 140 þorskígildislestir, Kaldrananeshreppur fær 52  og Árneshreppur fær 5. Hér má nálgast yfirlit yfir úthlutun og hér má nálgast reglugerð um hvernig ríki og sveitarfélögin skulu standa að úthlutun byggðakvótans.