22/11/2024

Búnaðarfélag Bæjarhrepps og Bitru

Síðasti aðalfundur Búnaðarfélags Bæjarhrepps var haldin í barnaskólanum á Borðeyri á sunnudaginn og þar var samþykkt að sameinast Búnaðarfélagi Óspakseyrarhrepps. Búnaðarfélag Bæjarhrepps og Búnaðarfélag Óspakeyrarhrepps voru svo sameinuð á fundi sem haldinn var í skólanum strax eftir fyrri fundinn. Hið nýja sameinaða félag heitir Búnaðarfélag Bæjarhrepps og Bitru og stjórn þess skipa Kristín Guðbjörg Jónsdóttir Kolbeinsá formaður, Máni Laxdal Valdasteinsstöðum gjaldkeri og Rögnvaldur Gíslason Gröf ritari.

Búnaðarfélag Bæjarhrepps mun hafa verið stofnað 1887 og náði því að verða hundrað og sautján ára.  En fyrsta fundagerði sem varðveist hefur er dagsett 29.apríl 1902. Það mun hafa verið elsta Búnaðarfélag sýslunar en Búnaðarfélag Óspakseyrarhrepps næst elst en það var stofnað ári síðar. 

Til gamans má geta að árið 1904 átti Búnaðarfélag Bæjarhrepps eftirfarandi tæki:

1.      Tveir nýir plógar
2.      Eitt nýlegt einfalt herfi
3.      Eitt gamalt tvöfalt herfi
4.      Eitt gamalt óviðgert herfi
5.      Eitt nýlegt tvöfalt herfi
6.      Tvær bakólar með púða
7.      Hlekkir og krókar á dráttatauma
8.      Ein gömul aktygi
9.      Tvenn ný aktygi með púða og ólum
10.    Ein aktygi án púða og óla
11.    Einir dráttataumar

Enn fremur átti félagið tvo plóghesta. Hvernig skyldi því hafa verið tekið árið 1904 ef einhver hefði stungið upp á því þá að kaupa haugsugu?

Eins og áður segir þá var Búnaðarfélag Óspakseyrarhrepps stofnað ári síðar en Búnaðarfélag Bæjarhrepps eða árið 1888. Fram til 15. júní 1887 var Óspakseyrarhreppur hluti af Broddaneshreppi sem náði yfir Kollafjörð og Bitru, en var þá skipt í tvo hreppa, Óspakseyrarhrepp og Fellshrepp. Búnaðarfélag Óspakseyrarhrepps hefur því verið eitt fyrsta félag í hinum nýja hreppi.

Að loknum fundum var boðið til kaffiveislu í boði Búnaðarfélagsins sem kvenfélagið Iðunn sá um. Þegar veislan stóð sem hæst, var Agli Gunnlaugsson fyrrverandi héraðsdýralækni á Hvammstanga veitt viðurkenning fyrir vel unnin störf sem dýralæknir í þágu félagsmanna í Búnaðarfélagi Bæjarhrepps.

Fráfarandi stjórn Búnaðarfélags Bæjarhrepps skipuðu þau Kristín Guðbjörg Jónsdóttir Kolbeinsá formaður,  Máni Laxdal Valdasteinsstöðum gjaldkeri og Sigurður Kjartansson Hlaðhamri ritari.

bottom

Fundarmenn allir á einni mynd

Síðasta stjórnin í Búnaðarfélagi Bæjarhrepps fyrir sameininguna ásamt Agli

bottom

Egill og Elínborg

frettamyndir/2007/580-bunadarfelag2.jpg

Nýja stjórnin, Rögnvaldur, Kristín og Máni.

Ljósm. Guðný Þorsteinsdóttir og Ólafur Björgvinsson. Fleiri myndir má finna á vefsíðunni www.sgverk.com/gallery/album09. Heimildir í greinina eru teknar úr bókinni Strandir.