21/12/2024

Búkolla og fleiri ævintýri á Ströndum


Kómedíuleikhúsið heimsótti Strandir í dag og sýndi leikritið Búkolla – ævintýraheimur Muggs fyrir troðfullu félagsheimili. Voru þar samankomin börn víða af Ströndum og úr Reykhólahreppi. Leikritið var frumsýnt í október og er ferðasýning sem verður sýnd víða um land, ævintýraleg leiksýning fyrir krakka á öllum aldri. Hér eru gömlu góðu íslensku þjóðsögurnar og ævintýrin í aðalhlutverki og allir geta tekið þátt í ævintýrinu. Ævintýrin sem við sögu koma eru Búkolla, Sálin hans Jóns míns og síðast en ekki síst perlan Dimmalimm sem er einmitt eftir Mugg sjálfan.