27/12/2024

Búist við stormi í nótt

Búist er við stormi á landinu í nótt og fram eftir morgni, þannig að rétt er að huga að öllu lauslegu sem úti liggur. Samkvæmt vedur.is hvessir í kvöld og verður þá rigning sunnan til á landinu en snjókoma fyrir norðan. Vindur verður úr suðaustri
og austri 18-25 m/s og talsverð rigning seint í nótt og á morgun. Það dregur svo úr vindi og úrkomu síðdegis. Hiti verður 2 til 8 stig á morgun. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru hálkublettir á öllum vegum á Ströndum og Steingrímsfjarðarheiði, en hálka við norðanverðan Steingrímsfjörð og á Arnkötludal. Meðfylgjandi mynd af frostreyk á Steingrímsfirði tók Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum.