22/12/2024

Búið að loka Brúarskála

Búið að stóla upp í síðasta skiptiTíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is kom að lokuðum dyrum í Veitingaskálanum Brú, þegar hann kom þar í dag. Starfsmenn N1 voru í óðakappi að taka niður innanstokksmuni, gera vörutalningu, taka niður eldsneytistanka, dæla af tönkum o.sv.frv. Fimmtíu og fjögurra ára sögu veitingareksturs í Brú er lokið, en skálinn var um árabil stærsti vinnustaður í Bæjarhreppi. Kaupfélag Hrútfirðinga Borðeyri rak skálann lengst af, en síðustu árin var hann í eigu Olíufélagsins (síðar N1), sem eignaðist einnig Staðarskála í fyrra.

Nú er N1 að leggja lokahönd á byggingu nýrrar þjónustumiðstöðvar við vegamót nýja vegarins um Hrútafjarðarbotn. Þjónustumiðstöðin tekur við hlutverki Brúar- og Staðarskála þegar að umferð verður hleypt á nýja veginn í september.

Því fylgir viss söknuður þegar Brúarskáli fellur fyrir framför tímans. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is leyfir sér fyrir hönd Strandamanna allra að senda öllu starfsfólki Brúarskála nú og fyrr, bestu þakkir fyrir góða þjónustu og alúðlegt viðmót á liðnum árum og áratugum. 

 1

bottom

frettamyndir/2008/400-bruarsk1.jpg

frettamyndir/2008/580-bruarsk6.jpg

frettamyndir/2008/580-bruarsk4.jpg

frettamyndir/2008/580-bruarsk3.jpg

frettamyndir/2008/580-bruarsk1.jpg

Komið að leiðarlokum – Ljósm. Matthías Lýðsson