Í kvöld var haldin bráðskemmtileg söngvakeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon í skólanum á Hólmavík. Flutt voru sex stórskemmtileg og vönduð atriði og voru fjögur þeirra valin til áframhaldandi þátttöku í Vestfjarðakeppni Samfés sem haldin verður á Hólmavík á föstudaginn eftir viku. Sigurvegari þar kemst svo í Söngvakeppni Samfés á landsvísu. Það var Brynja Karen sem kom, sá og sigraði í keppninni í kvöld, en hún flutti lagið Svo smá. Aðrir sem komust áfram voru Andrea Messíana Heimisdóttir, Sara Jóhannsdóttir og Gunnhildur Thelma Rósmundsdóttir.
Arnar S. Jónsson nýráðinn tómstundafulltrúi í Strandabyggð og forstöðumaður Ozon.
Brynja Karen sigraði, hún er lengst til hægri á myndinni. Margrét og Andrea sungu bakraddir.
Dagrún Kristinsdóttir söng og spilaði á harmonikku.
Andrea flutti frumsamið lag og texta, hún er til hægri. Gunnur syngur bakraddir.
Sara flytur lagið Án þín sem Trúbrot gerði frægt um árið.
Gunnhildur söng lagið Lítill drengur.
Arnór Jónsson og Emil Sigurbjörnsson fluttu lag sem Prúðuleikararnir gerðu frægt á sínum tíma, við mikinn fögnuð áhorfenda.
Verðlaunagripurinn í söngkeppni Ozon – ljósm. Jón Jónsson