22/12/2024

Bridgekvöld á Hólmavík

645-bridge3

Í vetur verða að venju reglubundin bridgekvöld hjá Bridgefélagi Hólmavíkur. Spilað er á sunnudagskvöldum og hefst spilamennskan kl. 19:30 í Rósubúð (Björgunarsveitarhúsinu á Hólmavík) og allir eru hjartanlega velkomnir. Fyrsta bridgekvöldið á Hólmavík var síðastliðið sunnudagskvöld og var þá spilaður tvímenningur á þremur borðum. Það voru Ingimundur Pálsson og Már Ólafsson sem komu ferskastir til leiks eftir sumarið og stóðu sig best fyrsta kvöldið.