30/10/2024

Breyttur opnunartími í sundi

Um næstu mánaðarmót breytist opnunartími sundlaugarinnar á Hólmavík yfir í vetraropnun. Breytingin er þannig að opið verður fyrir almenning mánudaga til fimmtudaga frá 18-21 og laugardaga frá 14-19. Lokað verður á föstudögum og sunnudögum. Út ágústmánuð verður hins vegar óbreytt sumaropnun, frá 7-21 virka daga og 10-21 um helgar.